Gróðursetning
Nú á haustdögum fóru nemendur sjöunda bekkjar ásamt umsjónarkennurum, stuðningsfulltrúum og skólastjóra í gróðursetningu. Gróðursettar voru 536 birkiplöntur á „Vatnstankshólnum“ í Ólafsvík. Gróðursetningin gekk frábærlega og viljum við þakka það nýjum geyspum en með þeim gengur gróðursetningin mun hraðar fyrir sig en áður gerði.
Comments