top of page

Gleðileikar í tilefni Íslensku menntaverðlaunanna

Í dag fögnuðum við að skólinn og í raun allt samfélagið í Snæfellsbæ hlaut Íslensku menntaverðlaunin. Nemendur voru í brennidepli og héldum við Gamanleika í þróttahúsinu í Ólafsvík með nemendum og starfsfólki af öllum starfstöðvum skólans. Íþróttakennarar voru búnir að skipuleggja fjölbreytta leiki á fimmtán stöðvum, nemendum var skipt í hópa, þvert á bekki og starfsöðvar. Hóparnir fóru á milli stöðva. Að þeim loknum var farið í pizzuveislu á starfstöðinni í Ólafsvík.

Viðburðurinnn gekk mjög vel, allir glaðir og ánægðir. Við þökkum starfsfólki fyrir gott skipulag og framkvæmd hans – vinnubrögð til fyrirmyndar. Takk fyrir













Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page