Gleðilegur bóndadagur
Nemendur og starfsfólk GSnb tóku upp þá nýbreytni á bóndadaginn að koma saman í miðrými deildanna, krækja höndum saman og syngja lagið Þorraþræl (Nú er frost á Fróni). Viðburðurinn tókst vel í öllum deildum. Allir voru hvattir til þess að mæta í lopapeysu og var þátttakan nokkuð góð. Meðfylgjandi eru myndir af viðburðunum. Stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður, á bóndadegi.
Komentáře