top of page

Góðir gestir

Nú á Barnamenningarhátíðinni fengum við þrjá fyrrverandi nemendur skólans (og forvera hans) í heimsókn. Þau Jón Pétur Úlfljótsson, Brimrúnu Birtu Friðþjófsdóttur og Þorgrím Þráinsson. Jón Pétur hefur síðustu þrjár vikur kennt dans í öllum bekkjum norðan Heiðar af sinni alkunnu snilld og verður í Lýsudeild fyrstu vikuna í október.

Brimrún Birta fræddi nemendur í 6.-10. bekk um tilurð bókar sinnar Gullni hringurinn og sagði frá því hvernig hún stóð að samningu hennar. Einnig sagði hún frá starfi sínu en hún starfar sem hugmyndateiknari (concept artist).

Þorgrímur Þráinsson heimsótti alla bekki, á öllum starfstöðvum og var með skapandi skrif. Þorgrímur er afkastamikill rithöfundur en eftir hann liggja 44 bækur og að stærstum hluta eru það barna- og unglingabækur. Hann las kafla úr bókum sínum, hvatti nemendur til að vera duglega að lesa, sagði frá hvernig hann stendur að samningu bóka sinna og fékk svo nemendum það verkefni í hendur að hefja samningu á sögu eftir forskrift og þau yngstu að teikna myndir út frá sögum sem hann las fyrir þau. Hann heimsótti nemendur 10. bekkjar, líkt og hann hefur gert síðustu 14 árin, og hélt fyrirlesturinn sinn „Verum ástfangin af lífinu“ þar sem hann fjallaði m.a. um mikilvægi þess að setja sér markmið og koma sér upp góðum venjum – litlir hlutir gera kraftaverk. Hann hélt síðan sama fyrirlestur fyrir foreldra.

Heimsóknir sem þessar eru mikilvægur þáttur í skólastarfinu, þ.e. að fá gesti til að segja frá störfum sínu, miðla af þekkingu sinni og hreyfa við nemendum. Takk fyrir okkur.

Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page