Góðgerðardagar
Í dag hófst þemavinna á starfsstöðvunum norðan Heiðar undir heitinu Góðgerðardagar – látum gott af okkur leiða. Á yngsta stiginu voru unnin hjörtu með fallegum áletrunum og þau hengd á hurðahúna hjá íbúum á Hellissandi og Rifi. Á mið- og unglingastigi var fjölbreytt vinna í gangi, má þar nefna að steiktar voru kleinur, bökuð brauð, tækifæriskort unnin, málaðar myndir, heklaðir skífur, lyklakippur hnýttar, bókatré framleidd og vinabönd hnýtt. Nemendur heimsóttu Smiðjuna og yngri deild skólans og unnu þar að sameiginlegum verkefnum. Haldið er úti innanhúss útvarpi þar sem spiluð eru óskalög nemenda/bekkja, fréttir og viðtöl við nemendur. Það var góður andi á starfstöðvunum sem einkenndist af jákvæðni, vinnusemi og gleði.
Comments