top of page

Góðgerðardagar

Góðgerðardagar - Látum gott af okkur leiða


Dagana 22.-24. apríl verða góðgerðardagar hjá okkur í skólanum. Þessa daga verða nemendur í skólanum frá kl. 8:30 til 13:20 og 1.-4.bekkur til 13:30. Það verða ekki list- og verkgreinar, né íþróttir og sund þessa þrjá daga.

Miðvikudaginn 24. apríl, kl. 16:00-18:00 verður opið hús þar sem afrakstur þessara daga verða til sýnis og sölu. Það er skyldumæting hjá nemendum á opna húsið, þessi dagur er ,,tvöfaldur” dagur hjá okkur sem þýðir að skóladagarnir á þessu skólaári eru degi færri en þeir eiga að vera samkvæmt lögum.


Tilgangur með góðgerðardögunum er að láta gott af okkur leiða, vekja athygli á mikilvægi góðgerða- og sjálfboðastarfs í okkar samfélagi og styrkja gott málefni.


Þessa daga munu nemendur vinna fjölbreytt verkefni og sum þeirra verða seld á opnu hús og mun ágóðinn renna til góðs málefnis. Við óskum eftir ýmsum hlutum sem kunna að leynast á heimilum og hætt er að nota. Ein hugmynd er að vera með íþróttaloppumarkað þar sem markmiðið er að versla notaða vörur í stað nýrra. Ef þið eigið íþróttaföt sem gæti nýst í verkefnið þá værum við til í að taka á móti fötunum. Önnur hugmynd er að selja notaðar barna- og ungmennabækur. Ef þið eigið nýlegar eða klassískar barnabækur þá þiggjum við þær með þökkum.

Allir bæjarbúar eru velkomnir í Grunnskóla Snæfellsbæjar á opið hús. Við ætlum að hafa jákvæðni, gleði og bjartsýni í fyrirrúmi og breiða út jákvæðum boðskap um allt samfélagið okkar.


Nemendur og starfsfólk

Grunnskóla Snæfellsbæjar

Comentarios


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page