Góð gjöf
Kvenfélag Hellissands færði skólanum gjöf á dögunum. Gjöfin sem er hitapressa, verður staðsett í textílmenntastofu skólans í Ólafsvík. Þar munu nemendur á mið- og unglingastigi nota pressuna til að pressa vínyl og annað á textílefni sem þau vinna með. Nemendur eru byrjaðir að nota pressuna í vinnu sinni og reynist hún mjög vel. Vildi skólinn fá að koma á framfæri kæru þakklæti til Kvenfélags Hellisands. Á myndinni eru þær Maríanna Sigurbjargardóttir, formaður Kvenfélags Hellissands og Vilborg Lilja Stefánsdóttir deildarstjóri skólans.
Comments