top of page

Fræðsla á vegum Samtaka 78

Updated: Oct 24, 2022

Snæfellsbær og Samtökin 78 gerðu með sér samning sem snýr meðal annars að fræðslu og ráðgjöf fyrir nemendur og starfsfólk skólans.

Í dag kom Tótla fra Samtökunum með fræðslu fyrir nemendur í 3., 6. og 9. bekk, fræðsluna kalla þau Hinsegin 101 sem er grunnur að hinseginleikanum, þar er fjallað um kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Farið var yfir helstu grunnhugtök og orðanotkun tengda hinseginleikanum og fjallað um starf Samtakanna '78. Umræður og spurningar voru svo í lokin.




留言


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page