top of page

Febrúar

Febrúar var óvenju illviðrasamur þetta árið, hann var óvenju kaldur og t.d. sá snjóþyngsti í Reykjavík frá árinu 2000. Frá því að mælingar hófust hefur aðeins þrisvar sinnum verið jafn mikill og þrálátur snjór í febrúar í Reykjavík, árin 2000, 1957 og 1925. Almannavarnir gáfu út 137 viðvaranir vegna veðurs í febrúar. Í sama mánuði í fyrra voru viðvaranirnar átta! Sjá nánar https://www.ruv.is/frett/2022/03/03/snjothyngsti-februar-i-reykjavik-fra-aldamotum

Við fengum að kenna á veðurhamnum þar sem skóla var aflýst og skóladagar voru skertir. Nemendur voru hinir ánægðastir með snjóinn, gleymdu sér við leik og störf á skólalóðunum, á skólatíma og eftir skóla.​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page