top of page

Farsældarsáttmáli

Þriðjudaginn 17. september verður fundur fyrir foreldra á starfstöð skólans í Ólafsvík kl 17:30. Fundarefnið er gerð farsæladarsáttmála og mun starfsmaður Heimilis og skóla vera með fundinn.


Farsældarsáttmálinn er verkfæri sem byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið eða gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu. Hópurinn sameinast um viðmiðin í sáttmálanum og myndar þannig þorp utan um börnin.


Mikilvægt er að foreldrar mæti og leggi sitt af mörkum í þessari vinnu sem skiptir okkur öll máli.





Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page