Farsældarlögin
Farsældarlögin (Farsæld barna), fjalla um nýja nálgun í þjónustu við börn og barnafjölskyldur.
Einn þáttur í Farsældarlögunum snýr að því að öll börn hafi hafi aðgang að tengilið Farsældar (ef þörf krefur) í þeirri skólastofnun sem viðkomandi barn er í. Á heimasíðunni https://www.farsaeldbarna.is/ má kynna sér betur allt sem snýr að ofangreindum lögum. Með því að smella á "Lesa" eða "Nánar" birtast m.a. myndbönd sem skýra hvern þátt nánar.
Tengiliðir í Grunnskóla Snæfellsbæjar eru þær Margrét Eva Einarsdóttir (1.-4.bekkur) og Guðný Hanna Sigurðardóttir (5.-10.bekkur). Þær eru báðar þroskaþjálfar við skólann.
Vinsamlegast kynnið ykkur þetta málefni og hafið samband við tengiliðina ef þið teljið þörf á þjónustu þeirra.
Comments