top of page

Dagur íslenskrar tungu

Nemendur í 1.-4. bekk héldu Dag íslenskrar tungu þann 16.nóvember hátíðlegan með samkomu á sal skólans. Nemendur sungu saman þrjú lög, texta sem fjölluðu allir um mikilvægi þess að rækta íslenskuna og að vera dugleg að lesa.

Í nokkur ár hefur verið efnt til Smásagnasamkeppni í 1.-4.bekk í tilefni af Degi íslenskrar tungu, einn úr hverjum bekk hlýtur verðlaun.

Í ár hlutu eftirfarandi nemendur verðlaun:

1.bekkur: Elísabet Móey Aronsdóttir, sagan hennar heitir Jólasveinninn og stelpan.

2.bekkur: Þórður Unnsteinn Þórðarson, sagan hans heitir Jón og blómin.

3.bekkur: Þuríður Magnea Hall Valdimarsdóttir, sagan hennar heitir Skrímslaskógurinn

4.bekkur: Sigmar Bent Arason, sagan hans heitir Versta nótt í heimi.

Við óskum þessum nemendum til hamingju með frábæra frammistöðu.




Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page