top of page

Breyttur útivistartími

Nú þegar haustið er komið og sólinn farinn að lækka á lofti þarf að huga að breyttum útivistartíma barnanna en frá og með 1. september mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl. 20:00 og 13 – 16 ára til kl. 22:00 á kvöldin.


Foreldrar og forráðamenn mega auðvitað setja sín viðmið sem eru styttri og eru foreldrar hvattir til að ræða slíkt sín á milli því samtarf um t.d. útivistartímann einfaldar oft foreldum að fylgja þessum reglum eftir.


Samkvæmt 90 gr. barnavernarlaga 80/2002 segir:

„Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.“


Einstaka viðburðir á vegum skóla, félagsmiðstöðva og frístundastarfs geta farið fram yfir útivistartímann og þá liggur viðmiðið að börn ein á ferð fari beint heim eftir viðburðinn eða séu sótt af t.d. foreldri.Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page