top of page

Breytt skóladagatal

Á því skóladagatali sem var samþykkt síðasta vor voru fyrirhugaðir þrír samliggjandi starfsdagar, settir í janúar, 19., 20. og 21. Voru þeir hugsaðir til endurmenntunar fyrir starfsfólk, að fara á ráðstefnu í London og/eða skólaheimsóknir. Nú er ljóst að ekki eru forsendur fyrir námsferð af því tagi. Því höfum við ákveðið að breyta skóladagatalinu á þann veg að skipulagsdagurinn 19. janúar heldur sér og hinir tveir dagarnir færast yfir á 25. febrúar og 21. mars.

Fræðslunefnd, skólaráð og starfsmannafundur hafa samþykkt þessa breytingu sem mun öðlast gildi frá og með áramótum.

Nýtt skóladaga er hægt að nálgast á heimasíðu skólans, www.gsnb.is
Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page