Breytingar á reglum um sóttkví og smitgát
Í gær tilkynntu stjórnvöld breytingar á reglum um sóttkví og smitgát - https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/01/25/COVID-19-Slakad-a-reglum-um-sottkvi/ Samkvæmt þeim á sóttkví nú aðeins við um einstaklinga sem útsettir eru fyrir smitum innan veggja heimilisins. Næstkomandi föstudag mun heilbrigðisráðherra einnig leggja fram áætlun um þrepaskipta afléttingu takmarkana í íslensku samfélagi.
Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi - https://island.is/reglugerdir/nr/0006-2022 er enn óbreytt og heldur hún gildi sínu. Nýjustu upplýsingar um skólastarf og COVID má finna á vef menntamálaráðuneytisins og þar má einnig finna svör við algengum spurningum.
Í minnisblaði sóttvarnalæknis - https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisblad-s%c3%b3ttkv%c3%ad-smitg%c3%a1t-s%c3%bdnat%c3%b6kur-24012022%20(004).pdf kemur fram að þótt þessar breytingar muni létta álagi af starfsfólki skólanna vegna smitrakningar og tíðra forfalla vegna sóttkvíar sé fyrirsjáanlegt að smitum muni halda áfram að fjölga í umhverfi skólanna. Kennurum, sér í lagi þeim sem ekki eru varðir með örvunarskammti og/eða fyrri covid-sýkingu, er ráðlagt að fara fram með sérstakri gát.
コメント