top of page

Bókaveisla 10. bekkjar

Bókaveislan var haldin þriðjudaginn 28. nóv. í félagsheimilinu Klifi en þetta er í 19. skipti sem nemendur 10. bekkjar standa að kynningu á rithöfundum.


Í ár komu rithöfundarnir Auður Jónsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Vilborg Davíðsdóttir, Þórarinn Eldjárn og Sævar Helgi Bragason sem lásu upp úr nýútkomnum bókum sínum. Nemendur sömdu og fluttu skemmtilegar kynningar á höfundunum.


Bókaveislan er átthagafræðiverkefni 10. bekkjar þar sem áhersla er lögð á að tengja saman skólann og samfélagið en árið 2022 hlaut skólinn Íslensku menntaverðlaunin fyrir verkefnið sem framúrskarandi þróunarverkefni.


Bókaveislan er orðin hluti af aðventu hjá íbúum Snæfellsbæjar og viljum við þakka þeim sem komu til að njóta kvöldsins með okkur.



Comentários


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page