Bókasafn GSnb
Þessa dagana er verið að uppfæra skráningarkerfi bókasafnsins og því langar okkur til að athuga hvort að það leynast bækur á ykkar heimili merktar Grunnskóla Snæfellsbæjar. Einnig hefur borið á því að bækur sem hafa verið notaðar í kennslu, bekkjarsett, hafi ekki skilað sér til skólans til dæmis Korku saga og bókin um Emil og Skunda sem eru ófáanlegar í dag . Þá langar okkur að auglýsa eftir nýlegum barna og unglingabókum (ekki eldri en útgáfuár 2015) ef fólk vill losa sig við bækur og gefa til skólans.
Með ósk um góða samvinnu.
Kveðja Sigrún Þórðardóttir
Starfsmaður bókasafns GSnb
Comentários