top of page

Allir greindust neikvæðir

Nú er búið að prófa alla nemendur og starfsfólk skólans sem tengdust smitunum sem komu upp í síðustu viku. Allir greindust neikvæðir, beggja vegna Heiðarinnar.

Á morgun, miðvikudag, koma nemendur 5. bekkjar, og starfsfólk sem tengdist því smiti, aftur til starfa.

Foreldrar eru hvattir til að vera meðvitaðir og fylgjast með einkennum hjá börnum sínum. Sýni þau minnstu einkenni haldi þeir þeim heima og fari með þau í sýnatöku ef ástæða er til.

Einkenni Covid-19 sýkingar eru ekki alltaf þau sömu, en minna á venjulega flensu:

hiti

hálssærindi

hósti

slappleiki

bein- og vöðvaverkir

skyndileg breyting eða tap á bragð- og lyktarskyni


コメント


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page