top of page

Albína lætur af störfum

Í haust lét Albína Gunnarsdóttir af störfum við skólann. Hún kom fyrst til starfa við Grunnskóla Ólafsvíkur árið 1976, eða fyrir 45 árum, en starfsaldur hennar við grunnskóla í Snæfellsbæ er orðinn 32 ár. Á þessum tíma hefur hún gegnt mörgum störfum við skólann, m.a. verið skólaliði, stuðningfulltrúi og kennari. Leyst öll sín verkefni með bros á vör.

Þess má geta að Albína er ekki búin að slíta öll tengsl við skólann, hún mun sinna afleysingum þegar hún hefur tök á.

Við þessi tímamót viljum við þakka Albínu fyrir farsæl störf við skólann, ánægjuleg kynni og samstarfið á liðnum árum. Óskum við henni alls hins besta í framtíðinni.
Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page