top of page

Afmælishátíð

Síðasti vordagur skólaársins verður með breyttu sniði í ár, í tilefni 20 ára afmælis Grunnskóla Snæfellsbæjar. 

Við byrjum daginn á því að fara í skrúðgöngu frá skólanum um kl. 9:15 og því næst verður farið í ratleik um bæinn og að lokum er boðið upp á grill við skólann. 

Nemendum hefur verið skipt upp í hópa og hver hópur er með ákveðið þema. Nemendur eru beðnir um að mæta í skólann í anda síns þema og hvattir til að koma með veifur, fána og borða. Nánari upplýsingar verða sendar heim í næstu viku. 


Allir nemendur mæta í Ólafsvík kl. 9:00, skólarútan fer frá Sandi kl. 8:40 og ekur í gegnum Rif. 

Skólarútan fer út á Sand og Rif að dagskrá lokinni um kl. 12:00.  


Skólabær er ekki opinn þennan dag. 


Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page