top of page

Að teikna fjall, Ferðin að miðju jarðar og Framtíðarblóm

Á haustmánuðum tók Grunnskóli Snæfelllsbæjar þátt í verkefninu Ísabrot – jöklar í íslenskri myndlist í samvinnu við Listasafn Íslands.

Verkefnið byggir á smiðjum þar sem nemendur skoða listaverk úr safneign tengd jöklum út frá aðferðum Sjónarafls –þjálfunar í myndlæsi. Listasmiðjurnar eru unnar í tengslum við safneignarsýninguna Viðnám sem er í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands.

Ísabrot var kennt bæði í stað– og fjarkennslu. Í Grunnskóla Snæfellsbæjar var myndlistarkonan Linda Ólafsdóttir með smiðju í fjarkennslu sem hét, Að teikna fjall og var Snæfellsjökull viðfangsefnið. Tóku 3.bekkkur og 6.bekkur þátt í smiðjunni og sýnir 3.bekkur afraksturinn á Barnamenningarhátíð í Safnahúsinu dagana 23.-28.apríl en 6.bekk sýnir verk sín í Þjóðgarðsmiðstöðinni eftir páska. Jafnframt verður sett þar upp sýning á verkefni sem 3.bekkur vann áfram eftir að Ísabroti lauk, byggt á sögu Jules Verne, Ferðin að miðju jarðar.

Nemendur í 2.og 4.bekk í myndmennt unnu verkefni sem heitir Framtíðarblóm og var unnið í samvinnu við LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar). Í verkefninu var unnið með líffræðilega fjölbreytni á skapandi hátt þar sem nemendur veltu fyrir sér hvernig plöntur gætu þróast í framtíðnni, verkin verða sýnd í Grasagarðinum á Barnamenningarhátið 19.-27.apríl.


Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page