top of page

Að ná tökum á máli

Að ná tökum á máli og læsi er samvinnuverkefni margra aðila, með þetta í huga stóð Grunnskóli Snæfellsbæjar að fundi fyrir foreldra nemenda með íslensku sem annað tungumál ásamt því að starfsmenn skólans og leikskólans fengu fræðslu frá Miðju Máls og læsis um þessi mál. Tilgangurinn með þessari fræðslu var að gefa bæði foreldrum og starfsfólki skólans og leikskólans enn fleiri verkfæri í vinnu sinni með börnunum. Einnig að byrja vinnu við mótun tungumálastefnu en í drögum að nýjum kafla aðalnámsskrár segir meðal annars að skólar og frístundaheimili skuli móta sér tungumálastefnu sem leiðarljós fyrir starfsfólk og nemendur í daglegu starfi og samskiptum og að við þá vinnu sé mikilvægt að starfsfólk ígrundi í sameiningu hvernig unnið er á fjölbreyttan hátt með tungumál og að allir hlutaðeigandi komi sér saman um þær áherslur sem eiga að vera ríkjandi. Var þessi fræðsla með starfsfólki og fundur með foreldrum einnig hluti af því og þeirri vinnu í raun ýtt af stað með þessari fræðslu. Margt áhugavert kom fram og sem dæmi má nefna að samkvæmt gögnum frá bandarísku utanríkisþjónustunni er jafn erfitt að læra íslensku og Grísku, Hebresku og Tyrknesku svo eitthvað sé nefnt. Mjög vel var mætt á fundinn en boðið var upp á gæslu fyrir þá foreldra sem þess óskuðu. Ákveðið var að semja tungumálastefnu fyrir sveitarfélagið og verður skipaður stýrihópur starfsfólks leik- og grunskólanna. Þar munu foreldrar beggja skólanna einnig eiga fulltrúa og kom sú hugmynd fram að nemendur myndu eiga fulltrúa í þessari vinnu. Mun stýrihópurinn hafa það verkefni að hefja samningu stefnunnar og verður í framhaldinu því blásið til funda aftur eftir áramót og þar verður haldið áfram með samtalið um tungumálastefnunna.
Comments


​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page