top of page

Sjálfsmatsskýrsla 2019-2020

Sjálfmatsskýrsla skólans fyrir síðasta skólaár er komin á heimasíðu skólans, sjá https://www.gsnb.is/sjalfsmat

Tilgangurinn með sjálfsmati skóla er fyrst og fremst vera umbótamiðað, þ.e. greina stöðuna, finna hvað vel er gert og hvað má betur fara, vinna áætlun um úrbætur og hrinda henni í framkvæmd.

Samkvæmt greinum 35 og 36 í Lögum um grunnskóla frá 2008, ber öllum grunnskólum að framkvæma innra mat. Tilgangur þess er að kanna hvort markmiðum skólans hefur verið náð, greina sterka og veika þætti í skólastarfinu og skapa þannig grunn að umbótum. Margir ólíkir þættir hafa áhrif á skólastarf og skólar verða að koma til móts við ólíkar þarfir. Innra matið verður stöðugt að vera í gangi og er langtímamiðað. Með því fer fram víðtæk gagnasöfnun um skólastarfið. Innra mat skóla er því leið til að miðla þekkingu á skólastarfinu og er liður í þróun skólans.

Þetta er fjórða árið sem við við styðjumst við þetta matslíkan og erum búin að meta alla þætti þess, flesta oftar en einu sinni. Á þessu skólaári mátum við fimm þætti, þrír þeirra komu mjög vel út þar sem meðaltalið var yfir fjórum og flestir eða allir undirþættir þeirra þátta sterkir. Telst það mjög gott verklag sem samræmist fyllilega lýsingu á gæðastarfi. Hinir tveir þættirnir voru rétt undir fjórum og hafa fleiri styrkleika en veikleika. Það telst gott verklag og flestir þættir í samræmi við lýsingu á gæðastarfi.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page