top of page

Sumarlestur - Lestur er lykill að ævintýrum lífsins…

Í maí voru lesfimipróf Menntamálastofnunar lögð fyrir í öllum bekkjum skólans. Reynslan sýnir okkur að yfir sumartímann dregur, jafnvel verulega, úr þeirri hæfni sem nemendur hafa náð í lestri að vori. Það getur tekið langan tíma að vinna upp lestrarhraðann og því minnum við á mikilvægi sumarlesturs. Í ár verður sumarlesturinn í formi lestrarpóstkorts fyrir 1.-4. b. og 5.-9. b. þar sem áhersla er á lestur. Þá ætlum við að hafa lestrarkeppni á milli bekkjanna, þ.e. hvaða bekkur nær að lesa flestar blaðsíður í sumar, og fær sá bekkur sérstaka viðurkenningu í haust. Við minnum á samstarfið á milli bókasafnanna en hægt er að skila bókum frá skólabókasafninu á Bókasafn Snæfellsbæjar í sumar.

Nemendur skila síðan lestrarpóstkortinu í póstkassa, sem er staðsettur í skólanum, fyrir 26. ágúst og síðan er dregið um vinningshafa en í ár verða fleiri vinningar í boði á báðum stigum.

Tengill á læsisstefnu skólans - https://b0eddec8-188d-43e5-ad7d-543122658791.filesusr.com/ugd/78b0ab_51e268201b0945a28892bdaa452ce282.pdf

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page