. Mikið af rusli var sett í poka og kom krökkunum sérstaklega á óvart hve mikið var af sígarettustubbum. Þau höfðu einnig orð á því að þessir stubbar voru á sama stað og í fyrra þannig að eitthvað þurfa þessir stubba eigendur að hugsa sinn gang.
Á ruslarölti sínu fundu þau merktan fugl. Á þessum fugli, sem lítið var eftir af annað en beinagrindin, voru tvö merki. Nemendur sendu bréf á með upplýsingum og myndum af merkjunum til Náttúrufræðistofnunnar Íslands þar sem þau báðu einnig um frekari upplýsingar um hvernig fugl þetta væri.
Svar var fljótt að berast og kom í ljós að þetta var Hvítmávur sem merktur var í Sandgerði í nóvember 2016. Fuglinn var fullvaxinn eldri en fjögurra ára. Fuglinn var merktur vegna verkefnisins SEATRACK en hægt er að lesa um það verkefni á slóðinni http://www.seapop.no/en/seatrack/
Nemendur fengu að eiga merkin og verða þau varðveitt í Náttúrufræðistofunni í skólanum.