Fjarnám
Þriðjudaginn 28. apríl og fimmtudaginn 30. apríl verði „Heimaskóli“ hjá 8.-10. bekk í GSnb, norðan Heiðar. Miðvikudaginn 29. apríl verður sama fyrirkomulag hjá 7. bekk, norðan Heiðar.
Það liggja aðallega tvær ástæður að baki þessari ákvörðun, báðar þess eðlis að við viljum nýta á jákvæðan hátt þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu vegna Covid-19. Annars vegar að flestir aðrir skólar í landinu hafa verið með fjarnám/heimaskóla á unglingastigi að einhverju eða öllu leyti, hins vegar að gott er fyrir okkur að prófa þessa leið til að sjá hvort hægt verði að nýta hana ef nemendur eru heima t.d. vegna veðurs (ekki skólaakstur).
Heimaskóli/fjarkennsla fer þannig fram að nemendur verða heima, kennararnir verða í skólanum og munu sinna kennslunni við skjáinn (í gegnum netið). Samskipti kennara og nemenda fara fram í gegnum Google Meet, Hangouts og Google Classroom. Skóladagurinn hefst kl. 8:30 þegar hver umsjónarkennari hittir sinn hóp við skjáinn. Hver kennslustund stendur í 40 mínútur og hefst sú fyrsta kl. 8:40. Um kl. 10:00 verður hlé í 20 mínútur þar sem nemendur munu fá stutt verkefni (t.d. stutt hreyfing eða útivist). Eftir hlé (kl. 10:20) eru svo tvær kennslustundir til kl. 11:40, þá hittir umsjónarkennari hópinn sinn aftur og fer yfir daginn. Skóladeginum lýkur svo um kl. 11:50. Nemendur fá stundaskrá og nánari upplýsingar mánudaginn 27. apríl.
Mæting nemenda í skólann hefur verið mjög góð þær fimm vikur sem breytt fyrirkomulag hefur ráðið ríkjum hjá okkur. Nokkrir nemendur hafa verið heima í sjálfskipaðri sóttkví, ýmist vegna undirliggjandi sjúkdóma þeirra sjálfra eða annarra á heimilinu. Kennarar hafa sinnt þeim nemendum eins og kostur er, allir hafa lagt sig fram á einn eða annan hátt. Nemendur okkar eru nokkuð vel þjálfaðir til sjálfstæðra vinnubragða og hafa góða þjálfun í notkun Google Classrom.