Auglýsum eftir kennurum

27.04.2020

 

Grunnskóli Snæfellsbæjar er þriggja starfstöðva grunnskóli með um 240 nemendur. Starfstöðvar hans eru í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu. Nánari upplýsingar um skólann eru á heimasíðu hans, á slóðinni http://www.gsnb.is/

Auglýst er eftir  
Kennara í hönnun og smíði, í 100% starf.
Kennara í heimilisfræði, í 50% starf.
100% tímabundna stöðu umsjónarkennara á unglingastigi, meðal kennslugreina íslenska og samfélagsfræðigreinar.

Menntunar- og hæfniskröfur:
•    Leyfisbréf.
•    Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum.
•    Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir skipulagshæfileikar.
•    Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi.
•    Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.
Í samræmi við jafnréttisstefnu Snæfellsbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.
Umsóknir sendist fyrir 6. maí 2020 til skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ennisbraut 11, 355 Snæfellsbæ eða á netfangið hilmara@gsnb.is. Í þeim skulu koma fram upplýsingar um menntun, réttindi og starfsreynslu.
Frekari upplýsingar veitir Hilmar Már Arason í síma 894 9903 eða hilmara@gsnb.is.
 

 

Please reload

​Nýjar fréttir

27.04.2020

Please reload

Eldri fréttir
Please reload

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00