6. Fréttaskot
Skóli hefst þriðjudaginn 14. apríl, samkvæmt skóladagatali og eftir því skipulagi sem við vorum farin að vinna eftir fyrir páska. Nú í apríl eru þrjár vikur og allar eru þær með fjóra vinnudaga. Í þessari viku er annar í páskum í dag, í næstu viku er Sumardagurinn fyrsti fimmtudaginn 23. apríl og vikunni þar á eftir er verkalýsðsdagurinn, föstudaginn 1. maí.
Við þessar aðstæður er ekki hægt að veita nemendum kennslu í samræmi við aðalnámskrá. Kennsluáætlanir með sínum hæfniviðmiðum og matsviðmiðum verðum við að leggja til hliðar en höfum til hliðsjónar eins og hægt er. Það fer eftir skipan teymanna, mætingum og viðveru nemenda hvernig okkur miðar áfram með nám og kennslu.
Til foreldra - https://sites.google.com/gsnbskoli.is/03042020/fréttaskot-6