Sýnum samfélagslega ábyrgð og fylgjum fyrirmælum
Þann 20. mars var áframsend til foreldra beiðni frá Samhæfingarmiðstöð almannavarna, þar sem farið er yfir hvaða reglur gilda fyrir börn á tímum samkomubanns. Mikilvæg regla sem þar kom fram, var að þeir „Skólafélagar sem ekki eru í sama hópi í skólastarfinu ættu ekki að vera í návígi utan skóla“. Við viljum biðja foreldra að lesa yfir beiðnina og virða þær reglur sem þar eru settar fram.
Enn hefur enginn í Snæfellsbæ smitast. Til þess að við getum hægt á smiti og varið það fólk sem er í áhættuhópi er mikilvægt að við stöndum saman og förum eftir þeim tilmælum sem beint er til okkar.
Munum að við erum öll almannavarnir. Sýnum samfélagslega ábyrgð og fylgjum fyrirmælum.