top of page

Fréttaskot 27.03. 2020

Dagurinn í dag var sá fyrsti með breyttu sniði og gekk hann heilt yfir mjög vel. Við skynjuðum samt þreytu í nemendum nú í vikulok og þeir helginni fegnir.

Það eru nokkur atriði sem við viljum koma á framfæri:

  • Frá og með mánudeginum verður Skólabær lokaður.

  • Við höldum áfram að láta þeim nemendum sem eru í mötuneytinu samlokur í té. Það fyrirkomulag kom vel út í dag, nemendum stendur einnig til boða að fá ávexti.

  • Næsta vika er sú síðasta fyrir páska. Sá góði siður hefur verið viðhafður að gefa súkkulaðipáskaegg af minnstu gerð nemendum sem þess óska. Þeir sem vilja afþakka fyrir hönd barna sinna sendi skólastjóra póst þar um á netfangið hilmara@gsnb.is

  • Það hefur reynst mörgum erfiðlega að ná skólastjóra í síma, vinsamlega sendið honum tölvupóst á netfangið hilmara@gsnb.is ekki senda sms né messenger skilaboð.

Við eigum ekki von á að þurfa að breyta því skipulagi sem við vinnum nú eftir og reiknum með að það haldi sér að mestu fram að páskum.

Góða og nærandi helgi

Hugið vel að ykkur sjálfum - geði og heilbrigði

Skólastjórnendur GSnb

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page