top of page

Kára studio í Grunnskóla Snæfellsbæjar


Nýverið var tekið í notkun nýtt hljóðver í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Í hljóðverinu verður hægt að taka upp efni í kennslu og þáttagerð, ásamt því að þar mun útvarp GSNB verða sent út í framtíðinni. Það var Kári Rafnsson, húsvörður við skólann, sem klippti á borðann og vígði þannig hljóðverið sem fékk nafnið Kára-studio. Var það vel við hæfi þar sem hann hefur undanfarna mánuði unnið að því að útbúa hljóðverið, hljóðeinangra og innrétta, til að hægt væri að setja upp þau tæki og tól sem til þarf. Benni í Radio.is sá um uppsetningu tækjanna með aðstoð Þrastar Kristóferssonar og var nýlega lokið við það.

Nemendur á unglingastigi skólans héldu svo sína vígslu í síðustu viku og klippti Björg Eva Elíasdóttir á borðann og prufukeyrði hljóðverið.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page