Árshátíð miðstigsins
Blái hnötturinn
Fimmtudaginn 20. febrúar ætla nemendur í 5.-7. bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar að skemmta íbúum og fleiri áhugasömum með leik og söng. Að þessu sinni sýna nemendur leikritið Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason.
Sýningin verður í Félagsheimilinu Klifi og hefst kl. 17:30. Enginn aðgangseyrir.
Allir velkomnir