top of page

100 daga hátíð


Miðvikudaginn 29. janúar héldu nemendur í 1. – 4. bekk á Hellissandi upp á að þau hafi verið hundrað daga í skólanum frá því í ágúst. Þeim var skipt í fimm hópa þar sem blandað var saman nemendum úr öllum bekkjum. Hóparnir færðust síðan milli stöðva þar sem hin ýmsu verkefni voru unnin; teiknaðar sjálfsmyndir, mælingar, crossfit, kennslupeningar og skrímsli. Öll verkefnin tengdust tölunni hundrað. Að því loknu sóttu nemendur 10 stykki af 10 mismunandi tegundum af snarli og fylltu þannig út hver fyrir sig 100 tölfuna. Hátíðin endaði á því að þeir gæddu sér á snarlinu og horfðu á myndefni. Nemendur höfðu gaman af þessu uppbroti í kennslunni og er hundrað daga hátíðin árlegur viðburður í skólanum.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page