Gjöf

Í desember færði Tónlistarfélag Neshrepps utan Ennis Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi að gjöf Atlas flygil sem var í þeirra eigu en hefur verið í salnum í skólanum.

Hljóðfærið hefur nýst skólanum í fjölda ára og því var það kærkomið að skólinn eignaðist það. Fulltrúar Tónlistarfélagsins sem afhentu gjöfina voru þær Kay Wiggs, Auður Alexandersdóttir og Þorbjörg Alexandersdóttir.

Grunnskóli Snæfellsbæjar færir félaginu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00