top of page

Válynd veðurspá

Veðurstofan hefur sent út appelsínugula viðvörun (sjá https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/breidafjordur) vegna veðurs sem á að skella á upp úr hádegi á morgun, þriðjudag. Ef spáin gengur eftir má búast við að heimferð nemenda verði flýtt og öllu skólastarfi hætt. Skólabær verður lokað þar sem gert er ráð fyrir að veðrið gangi ekki niður fyrr en næsta dag. Foreldrar eru beðnir um að gera ráðstafanir og sækja börn sín.

Við munum fylgjast vel með veðurspám og færð og gefa út tilkynningar, ef spár breytast.

Foreldrar geta metið aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá skólayfirvöldum. Skulu þeir þá tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir.

Skólabílstjórar leggja mat á aðstæður og endanleg ákvörðun um akstur eða niðurfellingu á skólaakstri er á ábyrgð þeirra og skólastjórnenda.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page