top of page

Rithöfundar í heimsókn


Barnabókahöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir heimsóttu Grunnskóla Snæfellsbæjar þriðjudaginn 26. nóvember. Fyrst hittu þær nemendur 1. – 4. bekkjar á Hellissandi. Síðan hittu þær nemendur 5. – 7. bekkjar í Ólafsavík og að lokum fóru þær í Lýsuhólsskóla. Þær fjölluðu um starf höfundarins, mikilvægi þess að lesa bækur og það hvernig veiða má hugmyndir. Einnig lásu þær úr nýútkomnum bókum sínum, Kennarinn sem hvarf, Langelstur að eilífu og Nærbuxnanjósnararnir, og sögðu nemendum frá tilurð þeirra. Nemendur voru mjög ánægðir með komu þeirra og hlustuðu af mikilli athygli. Hver veit nema þær hafi kveikt í upprennandi rithöfundum okkar ?

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page