top of page

Samráðsfundur nefnda og ráða G.Snb.


Þriðjudaginn 26.11. 2019 var haldinn samráðsfundur nefnda og ráða sem starfa að hagsmunum G.Snb. Þeir sem voru boðaðir á fundinn voru stjórnunarteymi skólans, stjórnir nemendaráðanna, stjórnir foreldrafélaganna, skólaráð skólans og fræðslunefnd eða 40 manns. Fundurinn var haldinn í fundarsal Hótel Búða, Bárðarstofu. Tilgangur fundarins var að kynna stefnu og stöðu skólans, að nefndarfólk kynnist, fá umræður og hlusta eftir mismunandi sjónarmiðum nefndafólks. Á fundinum kynnti skólastjóri starfsáætlun og skólanámskrá skólans. Þessi plögg eru stefnumarkandi fyrir skólann, þar eru tíundaðar helstu verklagsreglur og stefnur í flestu því sem snýr að skólastarfinu. Jafnframt fór hann yfir helstu niðurstöður sjálfsmatsskýrslu síðasta skólaárs. Síðan var boðið upp á dýrindis veitingar. Eftir kaffihlé var rætt um skólaþingið sem var haldið á síðasta skólaári. Búið er að velja skólanum ný einkunnarorð en eftir er að endurskoða stefnu eða sýn skólans og skólareglur. Ákveðið var að funda aftur í febrúar en skipa millifundanefnd sem legði línur fyrir febrúarfundinn. Almenn ánægja var meðal fundarmanna með fundinn og veitingarnar.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page