top of page

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember


Dagur íslenskrar tungu var þann 16. nóvember síðastliðinn. Nemendur í Grunnskóla Snæfellsbæjar tóku forskot á sæluna og héltu daginn hátíðlegan á föstudeginum 15. Voru haldnar samkomur á sal hjá 1. til 4. bekk á Hellissandi og 5. til 7. bekk í Ólafsvík. Á Hellissandi sungu nemendur íslensk lög og tilkynnt var um úrslit í smásagnasamkeppni bekkjanna en nemendur 4. bekkjar sáu um að kynna dagskránna. Eftirfarandi nemendur unnu til verðlauna fyrir sögur sínar: Aron Eyjólfur Emanúelsson í 1. bekk, Viktor Adam Jacunski í 2.bekk, Jenný Lind Samúelsdóttirí 3. bekk og Kristján Mar Yilong Traustason í 4. bekk og hlutu þau öll bækur eftir íslenska höfunda í verðlaun. Allir þátttakendur í sögusamkeppninni fengu viðurkenningarskjöl. Í Ólafsvík komu nemendur einnig saman á sal, fluttu þau verkefni sem öll tengdust Jónasi Hallgrímssyni en dagur íslenskrar tungu er eins og flestir vita haldinn hátíðlegur á afmælisdegi Jónasar. Nemendur 5. bekkjar lásu upp ljóðin Ég bið að heils, Laxinn og Helvíti öll eru þau eftir Jónas Hallgrímsson. Nemendur 6. bekkjar lásu söguna Stúlkan í turningum og kynntu einni nokkur af þeim nýyrðum sem Jónas smíðaði. Nemendur 7. bekkjar kynntu svo Jónas Hallgrímsson og einn nemandi las upp ljóðið Ólafsvíkurenni eftir Jónas. Hátíðir sem þessar eru árlegir viðburðir og mikilvægur hluti af skólastarfi þar sem auk þess að koma saman, læra nemendur um Jónas Hallgrímsson ásamt því að fá þjálfun í að koma fram og minna sig og aðra á að við verðum sjálf að halda tungumálinu okkar á lofti.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page