Endurskin og réttur gangandi í umferðinni
Nú í skammdeginu er mikilvægt að gangandi vegfarendur séu vel sýnilegir í umferðinni og séu með endurskinsmerki á utanyfirfatnaði og töskum. Endurskinsmerki er örugg og ódýr forvörn en þau þurfa að vera rétt staðsett. Best er að hafa þau eins neðarlega og hægt er eins. Hangandi merki er best að hafa beggja vegna á hliðum neðst á yfirhöfn. Farsælast er að velja utanyfirfatnað, skó og töskur sem hafa endurskinsmerki á sér fyrir börnin. Þá er minnsta hættan á að þau gleymist eða týnist.
Ef ekið er með lágu ljósin sér ökumaður gangandi vegfarenda sem er dökkklæddur, ekki fyrr en í 25 metra fjarlægð. Ef viðkomandi er með endurskinsmerki sést hann aftur á móti fimm sinnum fyrr eða í 125 metra fjarlægð – sjá https://www.youtube.com/watch?v=Eq10J7KU_ks
Rétt er að ítreka að gangandi vegfarendur skulu nota gangbrautir séu þær fyrir hendi og ber ökumanni ætíð skylda til að stöðva fyrir gangandi vegfaranda við gangbraut.
Ökumaður skal sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim.