Forsetahjónin í heimsókn
Í opinberri heimsókn sinni í Snæfellsbæ í gær heimsótti forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reed Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík og á Hellissandi. Þau fengu kynningu á skólastarfinu og Skólakórinn söng fyrir þau. Síðan gengu þau milli kennslustofa og heilsuðu upp á nemendur. Einnig snæddu þau hádegismat með nemendum og starfsfólki 1. – 4. bekkjar á Hellissandi.