top of page

KVAN – námskeið fyrir tvo árganga

Mikilvægi góðra samskipta og vellíðan í skólaumhverfi er nokkuð sem skiptir gríðarlega miklu máli og er málefni þar sem allir þurfa að vinna saman að settu marki. Nú í haust erum við með námskeið fyrir nemendur, kennara og foreldra tveggja árganga. Á þessum námskeiðum eru samskipti og líðan nemenda skoðuð og unnið að því að greina og meta hvað er gott og hvað má betur fara. Námskeiðið byggist upp af verklegum æfingum og umræðum ásamt því að gera áætlun um næstu skref. Námskeiðið er byggt upp af tveimur 80 mínútna tímum þar sem vandi er greindur og unnin verkefni þar sem reynir á alla þá þætti sem þurfa að vera í lagi til að öllum líði vel í skólaumhverfinu. Síðan að því loknu verður námskeið í 90 mínútur með nemendum og foreldrum þar sem haldið er áfram með vinnuna, bæði í gegnum verkefni og hópavinnu.

Fundur með foreldrum nemenda í fjórða bekk er miðvikudaginn 2. október kl. 18:00 í Ólafsvík.

Fundur með foreldrum í tíunda bekk er fimmtudaginn 3. október kl. 18:00 í Ólafsvík.

Á báðum fundunum er boðið upp á kjötsúpu og brauð.

Foreldrafélag skólans styrkir þessa vinnu og erum við þeim mjög þakklát fyrir það.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page