top of page

Átthagafræði


Ný námskrá í átthagafræði fyrir skólaárið 2019-2020 hefur nú verið birt á heimasíðu átthagafræðinnar ( https://www.atthagar.is/ ). Við hvetjum ykkur til að skoða síðuna okkar þar sem hægt er að sjá ýmislegt sem nemendur hafa tekið sér fyrir hendur í átthagafræðinni í vetur og hvernig námskráin er uppbyggð.

Alls hafa verið birt 34 verkefni þetta skólaár og vonandi hafið þið gaman af því að kynna ykkur þau. Við sendum öllum sem veittu okkur lið í vetur kærar þakkir fyrir þeirra þátt í að uppfræða nemendur um bæinn okkar, sögu hans, náttúru, landafræði og atvinnulíf.

Átthagafræði er fræðsla um grenndarsamfélagið þar sem lykilþættir eru náttúra, landafræði og saga bæjarfélagsins. Námsgreinin snýst ekki síður um að nemendur kynnist samfélagi nútímans og þeim möguleikum sem þar búa til framtíðar. Í átthagafræði er áhersla lögð á vettvangsferðir, kynningar, viðtöl, miðlun, tjáningu og sköpun.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page