Skóladagatal
Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2019-2020 liggur nú fyrir. Það tekur mið af óskum og ábendingum fulltrúa skólasamfélagins og var lagt fram til kynningar og samþykktar hjá fræðslunefnd sveitarfélagsins, starfsfólki og skólaráði skólans.
Það eru tilmæli skólastjóra að foreldrar nýti frídaga á skóladagatali til fría ef stefnt er að þeim á skólaárinu. Munum að góð skólasókn eru hagsmunir barnsins og að skólinn gengur að öllu jöfnu fyrir öðrum verkefnum.