Skólaslit
Skólaslit í Grunnskóla Snæfellsbæjar verða föstudaginn 31.maí og hefjast kl. 12:00 í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Athugið að ekki er kennt skv. stundatöflu, en nemendur mæta í íþróttahúsið kl. 11:50.
Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að koma og fylgja börnum sínum.
Rúta fer frá Hellissandi kl. 11:40 og til baka frá Ólafsvík að athöfn lokinni.
Vonumst til að sjá sem flesta,
Starfsfólk Grunnskóla Snæfellsbæjar.