top of page

Sumarlestur


Grunnskólinn í samstarfi við Bókasafn Snæfellsbæjar standa fyrir sumarlestri 2019.

Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, til að njóta góðra bóka og ekki síður til að viðhalda og auka færni sína í lestri milli skólaára.

Til að taka þátt í sumarlestri þurfa börnin að koma á bókasafnið. Lesa þarf að minnsta kosti 6 bækur yfir sumarið og fylla þarf út stutta umsögn um bókina.

Vegleg verðlaun verða veitt í tveimur flokkum, annars vegar í 1.-4. bekk og hins vegar í 5.-9. bekk.

Börnin skrá sig til leiks 3. júní og stendur sumarlesturinn til 23. ágúst 2019.

Dregið verður úr lestrardagbókum í september og eru iPadar í verðlaun.

Opnunartími bókasafnsins í sumar:

Mánudaga og miðvikudaga kl. 16:00 - 18:00

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page