top of page

Þemadagar í átthagafræði - 8. bekkur


Dagana 31. janúar - 1. febrúar sl. voru haldnir þemadagar í átthagafræði í Grunnskóla Snæfellsbæjar.

Átthagafræði er námsgrein þar sem nemendur í grunnskólanum fá fræðslu um nærsamfélagið. Lykilþættir námsgreinarinnar eru náttúra, landafræði og saga Snæfellsbæjar. Lögð er áhersla á vettvangsferðir, kynningar, miðlun, tjáningu, viðtöl og síðast en ekki síst sköpun.

Í námskrá átthagafræðinnar eru markmið hvers bekkjar sett fram og viðfangsefnin skilgreind. Að þessu sinni var komið að því að nemendur í 8.bekk fengju fræðslu um hafnirnar í Snæfellsbæ, sem eru höfnin í Ólafsvík, höfnin á Rifi og höfnin á Arnarstapa.

Nemendur í 8.bekk eru 29 talsins. Þeim var skipt í sjö hópa og fékk hver hópur ákveðna höfn. Farið var í heimsókn á hafnarvigtina í Ólafsvík til Björns Arnaldssonar hafnarstjóra og Þórðar Björnssonar hafnarstarfsmanns. Tóku þeir vel á móti nemendunum. Tilgangur ferðarinnar var að spyrja Björn um hafnirnar þrjár. En fyrir heimsóknina höfðu nemendurnir undirbúið spurningar um þá höfn sem þeir voru með. Björn gat svarað öllum spurningunum og hafði gaman af því að segja frá öllum þeim framkvæmdum sem standa yfir á hafnarsvæðunum þremur. Við þökkum Birni fyrir fróðlega og skemmtilega kynningu.

Hægt er að skoða afrakstur verkefna sem nemendur Grunnskóla Snæfellsbæjar hafa unnið inn á vefsíðu átthagafræðinnar www.atthagar.is

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page