top of page

Upplestrarkeppni í Grunnskóla Snæfellsbæjar

Miðvikudagskvöldið 27. febrúar fór fram undankeppni í upplestri í 7. bekk. Þar fór fram val á fulltrúum nemenda sem valdir voru til þátttöku í Stóru upplestrarkeppninni sem fer fram þann 14. mars í Grundarfirði. Sextán nemendur tóku þátt að þessu sinni og stóðu sig allir með miklum ágætum. Þeir sem keppa fyrir hönd Grunnskóla Snæfellsbæjar eru Allan Purisevic, Emil Breki Hilmarsson og Matthildur Inga Traustadóttir. Sara Egilsdóttir var valin sem varamaður ef keppandi skyldi forfallast. Dómnefnd skipuðu þau Elva Ösp Magnúsdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Gunnsteinn Sigurðsson, færum við þeim hinar bestu þakkir fyrir framlag þeirra til keppninnar. Kvöldið var hið ánægjulegasta og þökkum við foreldrum fyrir þeirra þátttöku en þeir sáu um veitingar fyrir gesti.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page