Viskan 2018

07.02.2019

Nú í vetur hafa nemendur á unglingastigi tekið þátt í spurningakeppni í skólanum sem fékk nafnið Viskan. Fyrirkomulag keppninnar er svipað og í Útsvari og nemendum því blandað saman í lið, voru þrír og þrír í liði. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel og var keppt til úrslita nú eftir áramótin. Sigurvegarar í Viskunni 2018 voru þau Hreinn Ingi Halldórsson í 9. bekk, Eir Fannarsdóttir í 10. bekk og Benedikt Gunnarsson í 10. bekk. Sigurliðið fékk Viskuna afhenta en Viskan er farandbikar  og verður hann veittur á hverju ári ásamt því að nöfn sigurvegaranna verða merkt á hann. Að auki fengu sigurvegararnir gjafabréf fyrir pizzu og kók á Skerinu.

Please reload

​Nýjar fréttir

11.06.2020

Please reload

Eldri fréttir
Please reload

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 7:50 - 16:00

Ólafsvík kl. 7:45 - 16:00