top of page

100 daga hátíð

Nemendur og starfsfólk í 1. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar héldu 100 daga hátíð föstudaginn 1. febrúar. En þann dag sem einmitt var dagur stærðfræðinnar voru þau búin að vera 100 daga í skólanum þetta skólaár. Hátíðin byrjaði á því að allir hittust á sal þar sem skipt var í hópa en búið var að skipuleggja 3 stöðvar þar sem unnið var að verkefnum og spiluð spil sem tengdust tölunni 100. Þegar stöðvavinnu lauk endaði hátíðin á því að nemendur fengu að ná sér í 10 stykki af ýmsu sem gott er að gæða sér á til dæmis popp, snakk og rúsínur og röðuðu á blað. Þegar allir voru búnir að fylla upp í 100 gæddu þau sér auðvitað á kræsingunum. Gaman er einnig að segja frá því að þennan dag voru nemendur í 1. bekk búnir að vera 100 daga í grunnskóla, nemendur 2. bekkjar 208 daga, nemendur 3. bekkjar 460 daga og nemendur 4. bekkjar 640 daga. Nemendur útbjuggu einnig mjög skemmtilegt 100 daga skrímsli sem var auðvitað með 100 augu.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir
bottom of page