Grænfáni

Grunnskóli Snæfellsbæjar hefur verið þátttakandi í Grænfánaverkefninu til fjölda ára. Þetta er alþjóðlegt verkefni sem menntar nemendur víðsvegar um heim í sjálfbærni og umhverfisvernd. Verkefnið byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Skólar sem uppfylla viðmið verkefnisins fá afhentan Grænfána til tveggja ára í senn en Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning fyrir umhverfismenntun í skólum.

Þannig flaggaði starfstöðin okkar í Lýsuhólsskóla fána í áttunda sinn en við fengum fánann afhentan 24. nóvember síðastliðinn.Grænfánverkefnið, á starfstöðvunum okkar norðan Heiðar eru í umsóknarferli og er stefnt að því flagga Grænfána þar í vor, þá í sjötta skiptið.

Það eru umhverfisnefndir starfandi sem halda verkefninu lifandi. Allir úr skólasamfélaginu eiga sína fulltrúa í nefndinni, þ.e. nemendur, kennarar, almennt starfsfólk, stjórnendur og foreldra. Okkur vantar fulltrúa foreldra í nefndina. Áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við skólastjóra.

​Nýjar fréttir
Eldri fréttir

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Ennisbraut 11 | 355 Snæfellsbæ

Sími: 4339900 

gsnb(hja)gsnb.is

Opnunartímar:

Hellissandur kl. 8:00 - 16:00

Ólafsvík kl. 8:00 - 16:00